Frá og með byrjun nóvember 2016 er hægt að kaupa vörurnar frá Nadine glerperlur í versluninni Skúmaskot sem er á Skólavörðustíg 21a. Það er hornið á Skólavörðustíg, Njálsgötu og Klapparstíg. Nánar tiltekið er þetta húsið þar sem að gamla "Fatabúðin" var sem að allir virðast vita hvar var. Þessi verslun er rekin í samstarfi nokkura hönnuða, listamanna og handverksfólks þar sem að þeir skiftast á að afgreiða í versluninni. Þarna er því kjörið tækifæri að versla beint af listamanninum. Sjá einnig síðu Skúmaskots á Facebok.
